Skip to main content

Enn mengun í neysluvatni Breiðdælinga

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. apr 2024 16:25Uppfært 26. apr 2024 16:32

Staðan er óbreytt varðandi vatnsból Breiðdælinga en þar uppgötvaðist mengun á þriðjudaginn var. Hún enn til staðar og viðkvæmum einstaklingum ráðlagt að sjóða allt neysluvatn á meðan.

Að sögn Svans Freys Árnasonar hjá Fjarðabyggð tók Heilbrigðisstofnun Austurlands ný sýni úr vatninu fyrr í dag en niðurstöður úr þeim mælingum verða vart ljósar fyrr en á þriðju- eða miðvikudag í næstu viku.

Mengunin er lítil og það eingöngu viðkvæmir einstaklingar sem ættu að sjóða neysluvatnið til öryggis. Það eru meðal annars börn yngri en fimm ára, fólk með viðkæmt ónæmiskerfi, fæðuofnæmi eða fæðuóþol og barnshafandi konur. Öðrum stafar enginn hætta af.