Skip to main content

Enn og aftur gular veðurviðvaranir

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. feb 2022 12:58Uppfært 28. feb 2022 13:00

Vestanstormur gæti gert usla á Austurlandi strax í nótt og varað fram á morgunn samkvæmt spám Veðurstofu Íslands en vindhraði gæti farið í 35 metra þegar verst lætur.

Viðvörun Veðurstofu Íslands nær aðeins til austfirsku fjarðanna að svo stöddu en þar á að byrja að hvessa um þrjú-leytið í nótt og ganga á fram að hádegi. Vindur almennt frá 18 til 25 metrum á sekúndu en gæti staðbundið farið upp í 35 metra hviður.

Telur Veðurstofan ástæðu til að vara við að veðurofsinn gæti skapað varasöm akstursskilyrði.

Mynd: Skjáskot