Erfið færð í morgunsárið

Snjókoma og fannfergi var á fjallvegum sem voru ófærir um allt Austurlandi í morgun.  Einnig var erfið færð víða innanbæjar  eftir veðurham næturinnar.

uppfenntir.jpgEkki var hægt að opna fjallvegi í morgun og beðið er með opnun þeirra, svo sem Oddskarðs, Fagradals og Fjarðarheiðar, auk þess sem Möðrudalsöræfi eru ófær.

Ekki var hægt að koma fólki til vinnu í Álverið og því tengd fyrirtæki á Reyðarfirði, frá Norðfirði og Egilsstöðum vegna ófærðar en um það bil 20 til 30% starfsfólks Álversins er frá þesum stöðum.  Fólk sem var á vakt í nótt vinnur því áfram og vaktaskipti þess frestast þar til fært verður orðið en reiknað er með því að það geti jafnvel orðið fljótlega.  Veðurhæð hefur minnkað á Oddskarði og Fagradal orðnir um 12 metrar á sekúndu á Oddskarði og 6 á Fagradal, þar sem mest tefja opnun yfirgefnir bílar á veginum.

Á Egilsstöðum var vont veður innanbæjar í morgun og erfið færð nema á aðalgötum bæjarins sem búið var að moka.   Nú er veðrið að ganga niður og unnið að opnun annarra gatna í bænum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.