Erla Björk og Dagur Fannar á förum úr Austfjarðaprestakalli
Sr. Dagur Fannar Magnússon og sr. Erla Björk Jónsdóttir, prestar í Austfjarðaprestakalli hafa bæði verið skipuð í ný embætti utan fjórðungs.Erla Björk, sem haft hefur aðsetur á Reyðarfirði, er tekin til starfa í Dalvíkurprestakalli þar sem hún starfar sem prestur.
Dagur Fannar er á leið á heimahagana en hann er fæddur á Selfossi, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og starfaði sumarið 2019 sem verkefnastjóri í Skálholti. Þar hefur hann verið skipaður sóknarprestur. Hann kom austur haustið 2019 og hefur setið í Heydölum.
Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu stendur til að auglýsa stöðu Erlu innan tíðar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið í Heydölum enda nýbúið að skipa Dag Fannar í Skálholt. Fyrir síðasta Kirkjuþingi lá tillaga um fækkun presta á Austfjörðum en hún var dregin til baka. Samkvæmt því á fjöldi presta eystra að haldast óbreyttur.