Erla Björk og Dagur Fannar á förum úr Austfjarðaprestakalli

Sr. Dagur Fannar Magnússon og sr. Erla Björk Jónsdóttir, prestar í Austfjarðaprestakalli hafa bæði verið skipuð í ný embætti utan fjórðungs.

Erla Björk, sem haft hefur aðsetur á Reyðarfirði, er tekin til starfa í Dalvíkurprestakalli þar sem hún starfar sem prestur.

Dagur Fannar er á leið á heimahagana en hann er fæddur á Selfossi, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og starfaði sumarið 2019 sem verkefnastjóri í Skálholti. Þar hefur hann verið skipaður sóknarprestur. Hann kom austur haustið 2019 og hefur setið í Heydölum.

Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu stendur til að auglýsa stöðu Erlu innan tíðar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið í Heydölum enda nýbúið að skipa Dag Fannar í Skálholt. Fyrir síðasta Kirkjuþingi lá tillaga um fækkun presta á Austfjörðum en hún var dregin til baka. Samkvæmt því á fjöldi presta eystra að haldast óbreyttur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.