Erlend skip landa kolmunna á Fáskrúðsfirði í stórum stíl

Það oftar en ekki raunin að töluvert meira líf er í höfn Fáskrúðsfjarðar á þessum tíma en annars enda streyma nokkuð reglulega til löndunar þar erlend skip með kolmunnaafla um þetta leyti.

Þá staðreynd má glögglega sjá á meðfylgjandi mynd af vef Loðnuvinnslunnar en þar voru í vikunni ein fjögur skip í höfn á sama tíma. Þar um að ræða skip fyrirtækisins Hoffell og Ljósafellið sjálft með kom inn síðdegis með 70 tonn af blönduðum afla en þar einnig bundin norsku uppsjávarskipin Steinevik og Vendla sem bæði höfðu þegar landað tæpum 3500 tonnum af kolmunna.

Sem fyrr fer kolmunninn allur í bræðslu að sögn Kjartans Reynissonar, útgerðarstjóra Loðnuvinnslunnar, en hann segir ekki óeðlilegt að töluverð umferð erlenda skipa sé í firðinum um þetta leyti.

„Það er eitt slíkt að koma til okkar í fyrramálið en ég ekki með á hreinu hversu miklum kolmunna hefur verið landað hjá okkur síðustu vikurnar. En við höfum alla tíð keypt töluvert mikið af erlendu hráefni. Þetta eru bæði norsk og færeyskt skip sem eru að veiðum núna niður við Rockall og þá er tækifæri til að fá þau hingað þegar veiðin er góð.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.