ESA: Fjölfosfatabanni framfylgt víðar en hér
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 31. jan 2011 14:05 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Ólafur Valsson, yfirmaður matvælaeftirlits Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)
segir stofnunina fylgjast með því að önnur aðildarríki framfylgi banni
með notkun fjölfosfata við saltfiskvinnslu.
Þetta er haft eftir Ólafi í Austurglugganum. Þar kemur fram að Norðmenn hafi gefið þær upplýsingar að banninu sé framfylgt og eftirlit virkt. Sömu svör hafi fengist frá Danmörku.
Íslenskir saltfiskframleiðendur hafa vísað til notkunar í Færeyjum, Danmörku og Þýskalandi. Í Þýskalandi er í gangi dómsmál höfðað af fyrirtæki í íslenskri eigu þar sem farið er fram á að notkunin verði leyfð. Notkunin er leyfð á ákveðnum markaði meðan málið er í gangi.
Í Austurglugganum er haft eftir Ólafi að sögusagnir hafi verið á kreiki um notkun efnanna í Þýskalandi en enginn hafi getað bent honum á staðfest tilfelli.
Talsmaður heilbrigðis- og neytendamála hjá Evrópusambandinu segir fullt samræmi í eftirfylgd löggjafarinnar á öllu aðildarsvæðinu. Agl.is hefur óskað eftir upplýsingum frá nokkrum aðildarríkjum um stöðuna.
Í samtali við Agl.is ítrekaði talsmaður ESA að það væri ekki stofnunin sem hefði bannað Íslendingum notkun efnanna. Íslendingar hefðu tekið það upp í gegnum EES samkomulagið og innleitt bannið árið 2002.
Í samtali við Austurgluggann hafnar Ólafur því að hægt sé að skilgreina fjölfosfötin sem tæknileg hjálparefni. Það hafa talsmenn ESA og Evrópusambandsins ítrekað í samtölum við Agl.is. Ólafur segir þá staðreynd að framleiðendur reyni að fá efnin samþykkt sem aukefni en ekki tæknileg hjálparefni undirstrika þá túlkun.
Íslenskir saltfiskframleiðendur hafa vísað til notkunar í Færeyjum, Danmörku og Þýskalandi. Í Þýskalandi er í gangi dómsmál höfðað af fyrirtæki í íslenskri eigu þar sem farið er fram á að notkunin verði leyfð. Notkunin er leyfð á ákveðnum markaði meðan málið er í gangi.
Í Austurglugganum er haft eftir Ólafi að sögusagnir hafi verið á kreiki um notkun efnanna í Þýskalandi en enginn hafi getað bent honum á staðfest tilfelli.
Talsmaður heilbrigðis- og neytendamála hjá Evrópusambandinu segir fullt samræmi í eftirfylgd löggjafarinnar á öllu aðildarsvæðinu. Agl.is hefur óskað eftir upplýsingum frá nokkrum aðildarríkjum um stöðuna.
Í samtali við Agl.is ítrekaði talsmaður ESA að það væri ekki stofnunin sem hefði bannað Íslendingum notkun efnanna. Íslendingar hefðu tekið það upp í gegnum EES samkomulagið og innleitt bannið árið 2002.
Í samtali við Austurgluggann hafnar Ólafur því að hægt sé að skilgreina fjölfosfötin sem tæknileg hjálparefni. Það hafa talsmenn ESA og Evrópusambandsins ítrekað í samtölum við Agl.is. Ólafur segir þá staðreynd að framleiðendur reyni að fá efnin samþykkt sem aukefni en ekki tæknileg hjálparefni undirstrika þá túlkun.