Skip to main content

Þessir sóttu um bæjarstjórastöðuna í Fjarðabyggð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. júl 2010 12:56Uppfært 08. jan 2016 19:21

fjarabygg.jpgTuttuguogþrír sóttu um stöðu bæjarstjóra Fjarðabyggð sem auglýst var í lok júní en umsóknarfrestur rann út fyrir tíu dögum. Fimm drógu umsókn sína til baka. Tveir fyrrum bæjarstjórar, einn fyrrum þingmaður og fimm heimamenn eru meðal umsækjenda. Aðeins tvær konur sækja um stöðuna.

 

Umsækjendalistinn var tekinn fyrir á fundi bæjarráðs í gær og byrjað er að kalla valda umsækjendur í viðtöl.

Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri, Árborg
Ásgeir Magnússon, forstöðumaður, Akureyri
Ásta G. Hafberg Sigmundsdóttir, háskólanemi, Kópavogi
Björn Ingi Knútsson Höiriis, ráðgjafi, Fjarðabyggð
Daði Einarsson, ráðgjafi, Búlgaríu
Einar Már Sigurðarson, skólastjóri, Fjarðabyggð
Gestur Valgeir Gestsson, fararstjóri, Fjarðabyggð
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri, Hellu
Gunnar Jónsson, forstöðumaður, Fjarðabyggð
Jakob Ingi Jakobsson, lögfræðingur, Vogum
Jóna Árný Þórðardóttir, löggiltur endurskoðandi, Fjarðabyggð
Ólafur Áki Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri, Djúpavogi
Óskar Baldursson, viðskipafræðingur, Garðabæ
Sigurður Pétur Hjaltason, lögfræðingur, Akureyri
Sigurður Blöndal Birgisson, lektor, Danmörku
Sigurður Sigurðsson, verkfræðingur, Garðabæ
Þorsteinn Frímann Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur, Garðabæ
Þorvaldur Einarsson, yfirflokksstjóri, Fjarðabyggð