Skip to main content

Eydís gefur ekki kost á sér áfram

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. feb 2022 13:44Uppfært 04. feb 2022 13:54

Eydís Ásbjörnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Fjarðalistans í síðustu kosningum, hyggst ekki gefa kost á sér áfram til setu í bæjarstjórn.


Frá þessu skýrði Eydís á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Eydís hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2010 og kveðst fara sátt frá borði, enda mörg markmið kjörtímabilsins náðst og gott betur.

Hún segir tímann hafa verið góðan, en á köflum krefjandi. Hún hafi kynnst miklu af frábæru fólki og öðlast mikilvæga þekkingu og reynslu sem hún sé óendanlega þakklát fyrir.

Á aðalfundi Fjarðalistans í gærkvöldi var samþykkt tillaga um framboð listans fyrir kosningarnar í maí.