Skip to main content

Fá loks afnot af landi til hestamennsku á Djúpavogi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. apr 2025 10:35Uppfært 29. apr 2025 10:36

Þremur árum eftir að þá nýstofnað hestamannafélagið Glampi á Djúavogi óskaði eftir landi við þorpið undir starfsemi sína hefur loks náðst lending með staðsetningu hestamannasvæðis.

Fól byggðaráð Múlaþings, að fenginni jákvæðri umsögn frá heimastjórn Djúpavogs, sveitarstjóra sínum að ganga frá samningi við forsvarsmenn Glampa en þessi fyrsti samningur skal vera til tveggja ára með möguleika á framlengingu að þeim tíma liðnum.

Upphaflega vildi hestamannafélagið gjarnan fá lóð nálægt íbúðabyggðinni í svokölluðu Loftskjóli sem finnst við Bóndavörðulágina og hugmyndin að með nálægðinni yrði aðgengi auðvelt og stutt. Það þótti lítt góð hugmynd af hálfu Múlaþings þar sem það svæði væri of nálægt núverandi og fyrirhugaðri byggð.

Það svæði sem félagið fær nú afnota er norðan þjóðvegarins fyrir ofan þorpið, nánar tiltekið á landi í eigu sveitarfélagsins innan við Æðarsteinstanga hjá Sandbrekkuvík. Gerð er sú krafa að þar sem svæðið er stutt frá þjóðveginum að svæðið verði kyrfilega girt af svo engir hestar sleppi út.