Skip to main content

Fá rekstrarleyfi til fiskeldis í Stöðvarfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. mar 2022 14:51Uppfært 21. mar 2022 14:54

Fiskeldi Austurlands hefur loks fengið leyfi til rekstrar sjö þúsund tonna fiskeldis í Stöðvarfirði samkvæmt ákvörðun Matvælastofnunar.

Þar með lýkur langri bið fiskeldisfyrirtækisins eftir leyfinu en um það var sótt formlega fyrir fimm árum síðan og gagnrýndi framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða þennan langa tíma í samtali við Austurfrétt fyrir áramót.

Samkvæmt leyfinu er hámarkslífmassi fiskeldis í firðinum talin sjö þúsund tonn af ófrjóum laxi og mun ekki fara yfir það en tekið var tillit til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar við útgáfu leyfisins. Leyfið var sömuleiðis háð samþykki Umhverfisstofnunar og framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. 

Heimilt er að kæra þessa leyfisveitingu Matvælastofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en til þess gefst einn mánuður.