Færa starfsemi Tónskólans í Neskaupstað vegna myglu

Svo virðist sem mistök verktaka fyrir nokkrum árum síðan hafi ollið því að mygla hefur nú fundist í Tónskólanum í Neskaupstað en öll starfsemi hans næstu mánuði mun fara fram í Nesskóla.

Rannsókn á húsnæðinu sem framkvæmd var af verkfræðistofunni EFLU staðfesti myglu og bendir allt til þess að við framkvæmdir í húsnæðinu fyrir nokkrum árum hafi vatn komist undir gólfefni og valdið mygluskemmdum nú. Framkvæmdirnar á þeim tíma voru einmitt líka vegna myglu.

Verið er að meta skemmdirnar og umfang þeirra nákvæmlega að sögn fjölmiðlafulltrúa Fjarðabyggðar og í framhaldi af því verður hægt að leggja mat á kostnað og verktíma viðgerða. Ljóst þykir þó að lagfæringar verði það tímafrekar að engin frekari starfsemi verður í húsinu fram á sumarið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.