Færa út kvíarnar hjá Hótel Tanga á Vopnafirði

„Það eru öll herbergin hjá okkur bókuð fram í marsmánuð 2023 svo við reynum að bjarga okkur eins og hægt er,“ segir Árný Birna Vatnsdal, hótelstýra á hótel Tanga á Vopnafirði, en hótelið færir út kvíarnar á næstunni.

Hóteleigendur hafa fest kaup á íbúðarhúsi í bænum og hafa eytt síðustu vikum í að breyta því í gististað út af fyrir sig en starfsmenn Íslenskra aðalverktaka sem vinna að stórhýsi Jim Radcliffe í firðinum leigja öll herbergi á hótelinu sjálfu næstu mánuðina. Það því ekki úr miklu að velja fyrir ferðamenn í bænum sjálfum þó sveitagisting sé í boði í grenndinni.

Árný segir að nú sé beðið leyfisveitinga til að hefja útleigu á herbergjunum en þar um að ræða fjögur herbergi sem í geta dvalist allt að því sjö einstaklingar.

„Það er allt komið nema leyfin og þau fáum við vonandi á næstu vikum og þá förum við að auglýsa. Húsið situr hátt í bænum og með ágætu útsýni og sannarlega góður kostur ef fólk þarf gistingu hér í bæ.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.