Farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir hinum grunaða
Maðurinn sem er grunaður um aðild að láti karlmanns á sjötugsaldri á Egilsstöðum síðustu nótt var leiddur fyrir dómara á tíunda tímanum í kvöld í fylgd með verjanda sínum. Helgi Jensson, fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði, staðfesti að farið hefði verið fram á gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknar- og almannahagsmuna en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins.
Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, kom fyrir dómara klukkan hálf tíu í kvöld að lokinni fyrstu yfirheyrslu. Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Eskfirði, staðfesti í samtali við Austurfrétt að farið hefði verið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald. Dómari tók sér hálftíma umhugsunarfrest og er úrskurðar hans að vænta innan tíðar.
Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu síðan í morgun með réttarstöðu sakbornings. Hann er á þrítugsaldri. Yfirheyrslur hófust yfir honum upp úr klukkan átta í kvöld.
Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu síðan í morgun með réttarstöðu sakbornings. Hann er á þrítugsaldri. Yfirheyrslur hófust yfir honum upp úr klukkan átta í kvöld.
Tæknimenn frá lögreglunni hafa verið að störfum í íbúð hins látna síðan um klukkan þrjú í dag.