Skip to main content

Fullt fjarskiptasamband komið aftur á Norðfjörð og Eskifjörð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. jún 2025 15:59Uppfært 22. jún 2025 17:14

Íbúar á Norðfirði og Eskifirði voru án farsíma- og netsambands í tæpa tvo tíma í dag eftir að villa kom upp í búnaði Mílu.


Klukkan 15:04 í dag barst stjórnstöð Mílu villumelding frá búnaði á Reyðarfirði sem sendir samband áfram yfir á Norðfjörð og Eskifjörð. Þá voru notendur þar eða á sendum sem þar eru staðsettir, orðnir sambandslausir.

Viðgerðaraðilar komu á staðinn rétt fyrir klukkan 16. Þeir endurræstu búnaðinn og eftir það kom samband smá saman inn aftur. Klukkan 16:45 var fullt samband komið á aftur.