Fáskrúðsfjörðurinn kolmórauður og alls staðar lækir - Myndir

Mesta úrkoma sem fallið hefur á landinu síðan úrhellisrigning hófst aðfaranótt mánudags er á Fáskrúðsfirði, rúmir 160 mm. Fjórðungur þess féll á þremur tímum í kringum miðnættið. Skemmdir eru farnar að sjást í varnargörðum meðfram Dalsá.

„Það hefur rignt svakalega. Dalsáin er kolmórauð. Það má sjá skemmdir á varnargörðunum með fram henni, það er farið að taka vel í bakkana á henni. Ég veit ekki af neinu annars staðar.

Lækirnir í sunnanverðum firðinum líka eru líka kolmórauðir. Þarna eru lækir sem við höfum ekki séð í sumar. Fjörðurinn er mórauður lengst út. Þegar rignir svona hér þá er meira í suðurfjallinu.

Fyrir innan okkur er allt á floti. Það er mikið vatn á Leirunum. Að auki er flóð þannig það er vatn inn undir brúna yfir Dalsá. Ljósalandsárnar eru stórar. Lækurinn við húsið hjá mér er eins og hann getur mestur orðið.“

Þannig lýsir Steinn Jónasson, íbúi á Fáskrúðsfirði, ástandinu þar þessa stundina. Samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands er mest uppsöfnuð úrkoma á landinu, síðan byrjaði að rigna aðfaranótt mánudags á veðurstöðinni að Ljósalandi í Fáskrúðsfirði en hún stendur skammt innan við þéttbýlið inn í norðanverðum firðinum.

Úrkoman í gær mældist 89,9 mm og var klukkan ellefu í morgun komin í 77,3 mm frá miðnætti, alls 1 mm frá því klukkan fjögur aðfaranótt mánudags. Á þremur tímum í kringum miðnættið, frá tíu í gærkvöldi til eitt í nótt, mældist úrkoman þar 46,5 mm. „Þetta var eins og hellt væri úr fötu. Þessu fylgdi smá vindur þannig það fannst meira fyrir þessu,“ segir Steinn.

Enn sem komið er virðist vatnið eiga greiða leið til sjávar. „Þorpið stendur í halla þannig að vatnið safnast ekki fyrir. Eins virðist jörðin taka vel við núna,“ segir Steinn.

Ástandið á Fáskrúðsfirði í morgun. Á myndum frá Steini og Maríu Óskarsdóttur má meðal annars sjá tvær myndir teknar frá svipuðum stað yfir Leirurnar inn að bænum. Önnur er frá í morgun en hin síðan 21. ágúst.

Fask Vatn 20230919 1 Denni
Fask Vatn 20230919 2 Denni
Fask Vatn 20230919 3 Denni
Fask Vatn 20230919 4 Denni
Fask Vatn 20230919 5 Denni
Fask Vatn 20230919 6 Denni
Fask Vatn 20230919 7 Denni
Fask Vatn 20230919 8 Denni
Fask Vatn 20230919 8 Denni 21agust

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.