Fasteignamatið hækkar mest á Breiðdalsvík

Fasteignamat á Austurlandi hækkar um 7,1% fyrir árið 2025, samkvæmt nýju mati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gaf út í morgun. Mesta hækkunin á íbúðarhúsæði innan fjórðungsins er á Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði.

Á Breiðdalsvík er hækkun í sérbýli 32,1%. Þetta er annað árið í röð sem fasteignamat sérbýlis þar hækkar um þriðjung. Á Fáskrúðsfirði er hækkunin 25,6%.

Heilt yfir eru hækkanirnar á Austurlandi hóflegar. Þær voru hins vegar miklar í fyrra, til dæmis á Seyðisfirði um 48% og víðar vel yfir tveggja stafa prósentu.

Heilt yfir hækkar fasteignamat á Austurlandi um 7,1%. Það er yfir landsmeðaltali sem er 6%. Landsbyggðin dregur hækkunina að þessu sinni. Þar er meðalhækkunin 7,4%, mest á Vestfjörðum eða 11%. Hækkun á höfuðborgarsvæðinu er 5,4%.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.