Fasteignamatið hækkar mest á Breiðdalsvík
Fasteignamat á Austurlandi hækkar um 7,1% fyrir árið 2025, samkvæmt nýju mati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gaf út í morgun. Mesta hækkunin á íbúðarhúsæði innan fjórðungsins er á Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði.Á Breiðdalsvík er hækkun í sérbýli 32,1%. Þetta er annað árið í röð sem fasteignamat sérbýlis þar hækkar um þriðjung. Á Fáskrúðsfirði er hækkunin 25,6%.
Heilt yfir eru hækkanirnar á Austurlandi hóflegar. Þær voru hins vegar miklar í fyrra, til dæmis á Seyðisfirði um 48% og víðar vel yfir tveggja stafa prósentu.
Heilt yfir hækkar fasteignamat á Austurlandi um 7,1%. Það er yfir landsmeðaltali sem er 6%. Landsbyggðin dregur hækkunina að þessu sinni. Þar er meðalhækkunin 7,4%, mest á Vestfjörðum eða 11%. Hækkun á höfuðborgarsvæðinu er 5,4%.