Skip to main content

Fasteignir á Austurlandi metnar á 378,3 milljarða

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. jún 2023 13:57Uppfært 05. jún 2023 14:00

Heildarverðmæti fasteigna á Austurlandi, samkvæmt fasteignamati næsta árs, er 378,3 milljarðar króna. Mest er verðmætið í Fjarðabyggð, 226,2 milljarðar.


Þetta kemur fram í gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem gaf út nýja matið í síðustu viku. Í Fjarðabyggð munar mestu um atvinnuhúsnæðið, sem metið er á 145,3 milljarða króna. Mesta verðmæti íbúðaeigna er hins vegar í Múlaþingi, tæpir 82 milljarðar króna.

Í gögnunum er að finna mat á ýmsum gerðum fasteigna, íbúðarhúsnæðis, sumarhúsa, atvinnueigna, opinbers húsnæðis, jarða og óbyggðra landa.

Heildarmatið í austfirsku sveitarfélögunum hækkar alls um 10,2%. Sú tala er þó varasöm en nákvæmara er að greina hvernig breytingar eru í einstökum flokkum. Þannig hækkar fasteignamat íbúðahúsnæðis um 22%, sem er mesta hækkunin í einstökum landshlutum. Á sama tíma hækkar mat á íbúðahúsnæði ekki nema um 4,4%.

Sjá má nánari sundurliðun talnanna með að halda músinni yfir hverju sveitarfélagi fyrir sig í kortinu hér að neðan.