Fellabakarí bakar eins og ekkert hafi í skorist
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. jún 2010 08:28 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Starfsemi Fellabakaríis er komin í gang aftur eftir brunann sem þar varð fyrir rúmum hálfum mánuði. Framleiðslustoppið vegna brunans varð aðeins rúm vika.
Að sögn Björgvins Kristjánssonar bakara hjá Fellabakaríi hófst baksturinn fyrir rúmri viku og nú er framleiðslan komin í nær sama magn og fyrir bruna, aðeins vanti upp á það sem selst hefur í búðinni en hún hefur ekki verið starfrækt frá brunanum og verður ekki starfrækt á sama stað fyrr en fullnaðar viðgerð hefur farið fram á brunaskemmdum hússins. Nú fer öll starfsemi bakaríisins fram í vinnslusalnum, þar er bæði bakað og pakkað en pökkunarsalurinn skemmdist í brunanum, meðan vinnslusalurinn slapp ánast óskemmdur, nema af sóti og reyk. Aðeins tók viku að þrífa salinn og stilla upp í hann öllum tólum til framleiðslunnar og þrífa þau, þar er nú frekar þröngt segir Björgvin bakari en ,,þröngt meiga sáttir vinna".