Ferðaþjónustan verðlaunaði Auði Önnu og Austfirskar krásir

ferdamalasamtok_austurlands_0030_web.jpg
Ferðamálasamtök Austurlands verðlaunuðu nýverið Auði Önnu Ingólfsdóttur, hótelstýru Hótels Héraðs og matvælaklasann Austfirskar krásir fyrir framlag þeirra til austfirskrar ferðaþjónustu.

Auður Anna fékk viðurkenninguna Klettinn en hún er veitt þeim sem um árabil hafa staðið í framlínu austfirskrar ferðaþjónustu Austurlandi og með ósérhlífni og eljusemi stuðlað að framgangi og vexti atvinnugreinarinnar. 

Auður Anna hefur stýrt hótelinu frá því það var opnað fyrir fimmtán árum. Nýbúið er að taka í gegn matarsal, biðsal og bar hótelsins.

Austfirskar krásir fengu viðurkenninguna frumkvöðulinn sem veitt er þeim sem sýna áræðni og hugmyndaauðgi við uppbyggingu á þjónustu fyrir ferðamenn og stuðla að aukinni fjölbreytni í atvinnugreininni á svæðinu.

Samtökin voru stofnuð fyrir fjórum árum af matvælaframleiðendum á Austurlandi. Tilgangur þeirra er að efla austfirska matarmenningu og vera samstarfsvettvangur þeirra aðila sem stunda rekstur með það hráefni sem einkennir svæðið.

Viðurkenningarnar voru veittar að loknum aðalfundi samtakanna. Þar voru samþykkt ályktun þar sem þess er farið á leit við stjórnvöld að endurskoða auknar álögur sem fyrirhugað er að leggja á þjónustuna svo sem auknar álögur á innanlandsflug, hækkun virðisaukaskatts á gistingu og afnám á niðurfellingu vörugjalda á bílaleigubílum.

Einnig var skorað á stjórnvöld að aðlaga reglugerð um stjórnun fiskveiða að þörfum sjóveiðitengdrar ferðaþjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.