Skip to main content

Ferðamaður fórst í slysi á Djúpavogi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. jún 2022 17:54Uppfært 21. jún 2022 17:55

Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag eftir að hafa orðið fyrir lyftara á hafnarsvæðinu við Gleðivík.


Samkvæmt frétt frá lögreglunni á Austurlandi var tilkynnt að maður hefði hlotið áverka eftir að hafa lent fyrir lyftara.

Sjúkralið fór strax á vettvang en maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins. 

Úr Gleðivík. Mynd úr safni.