Ferðamenn í vandræðum en lítið um útköll vegna veðursins
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. mar 2022 12:06 • Uppfært 15. mar 2022 14:06
„Að frátöldum ferðamönnum sem voru á leiðinni á Kárahnjúka og við þurftum að sækja var þetta að mestu tíðindalaust,“ segir Sveinn Halldór Zoega í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi.
Töluvert hvassvirði gekk yfir Austurland í gær og fór vindhraði yfir 30 metra á staðbundnum stöðum þegar verst lét. Útköll björgunarsveita voru örfá að sögn Sveins og þá fyrst og fremst til að elta ruslatunnur sem voru að fjúka.
Þó þurfti að sækja ferðamenn á bílaleigubíl á Fljótsdalsheiðinni en fólkið var á leið upp að Kárahnjúkum þegar kall barst um aðstoð og gekk vel að koma þeim til bjargar.