Skip to main content

Ferðamönnum í Vatnajökulsþjóðgarð fjölgar á ný eftir Covid

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. apr 2023 10:08Uppfært 25. apr 2023 10:10

Fjöldi ferðamanna sem leggja leið sína til vinsælla áfangastaða innan Vatnajökulsþjóðgarðar er á góðri leið að ná þeim fjölda sem hann var fyrir Covid-faraldurinn.

Þetta staðfesta tölur úr teljurum í þjóðgarðinum en alls eru 52 slíkir hér og þar á þessu mikla svæði sem garðurinn nær yfir. Til stendur að fjölga teljurum enn meira á þessu ári en þar hófust talningar fyrst af alvöru í Skaftafelli árið 2009. Slík tölfræði er ekki aðeins gagnleg heldur beinlínis nauðsynleg því slíkt sé grunnur að öllu skipulagi innan þjóðgarðsins hvort sem litið sé til innviðauppbyggingar eða náttúruverndar.

Gyða Þórhallsdóttir, sem tekið hefur saman tölfræðina síðustu árin segir að Vatnajökulsþjóðgarður hafi ekki farið varhluta af mikill fækkun ferðafólks meðan Covid-faraldurinn stóð sem hæst. Þannig hafi metfjöldi sótt garðinn heim 2018 og 2019 en frá og með marsmánuði 2020 í vel rúmt fram til júlí ári síðar hafi lítið borið á ferðafólki. Það hafi tekið kipp júlímánuði 2021 og síðasta sumar hafi fjöldinn aukist umtalsvert þó enn vanti nokkuð upp á að ná metárinu 2018.

Sem fyrr eru það Jökulsárlón, Skaftafell, Kvísker og Eldhraun sem trekkja  hvað flesta sunnanmegin í þjóðgarðinum en norðanmegin er það helst Askja, Jökulsá og Herðabreiðarlindir sem margir gera sér ferðir til.

Snæfell sem stundum er kallað drottning austfirskra fjalla er einn af þúsundum áhugaverðra staða í hinum víðfema Vatnajökulsþjóðgarði sem komst á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2019.