Skip to main content

Fimm umsóknir um stöðu slökkviliðsstjóra í Fjarðabyggð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. okt 2023 09:11Uppfært 04. okt 2023 09:11

Fimm umsóknir bárust um stöðu slökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Tæpur mánuður er síðan frestur til að sækja um stöðuna rann út.


Staðan var auglýst í lok ágúst. Í auglýsingu var meðal annars krafist löggildingar sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, farsællar reynslu af stjórnun slökkviliðs, leiðtogahæfni, mjög góðrar samskiptafærni og skipulagshæfileika.

Aðalstarfsstöð slökkviliðsins er á Hrauni á Reyðarfirði en starfsstöðvarnar eru alls fimm. Slökkviliðið er eitt fjögurra atvinnuliða á landinu þar sem starfsmenn sinna bæði slökkvistörfum og sjúkraflutningum.

Eftirtaldir sóttu um starfið:

Ívar Örn Þórðarson, slökkviliðsstjóri
Júlíus Albert Albertsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri
Leifur Andrésson Thomsen, starfsmaður Alcoa Fjarðaáls
Sævar Magnús Egilsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður,
Vilberg Marinó Jónasson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður