Skip to main content

Fimmtán menningarverkefni styrkt af Fjarðabyggð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. mar 2022 15:26Uppfært 01. mar 2022 15:28

Menningar- og nýsköpunarnefnd Fjarðabyggðar hefur úthlutað einni og hálfri milljón króna í svokallaðan verkefnastyrk til fimmtán mismunandi menningarverkefna á árinu.

Þetta er aðeins brot af þeim 45 milljónum alls sem sveitarfélagið veitir árlega til menningar- og listaverkefna en um þessa ákveðnu styrki geta allir sótt og eru verkefnin sem styrkt eru af ýmsum toga.

Meðal þeirra eru:

  • Sinfóníuhljómsveit Austurlands fær 200 þúsund króna styrk til að halda kvikmyndatónleika síðla árs.
  • Sams konar styrkur til að halda sérstaka hátíðartónleika Austuróps og Rótarýhreyfingarinnar
  • Pólska kvikmyndahátíðin nýtur einnig 200 þúsund króna styrks vegna þeirrar hátíðar
  • Minningarhátíð um skáldið Einar Braga sem haldin verður á Eskifirði fær 100 þúsund krónur
  • Námskeiðshald í kvikmyndagerð fyrir stúlkur í 8. og 9. bekk grunnskóla fær sömu upphæð
  • Rannsóknarsetur HÍ í Breiðdal fær 50 þúsund króna styrk vegna erindis um Dr.Stefán Einarsson

Mynd: Sinfóníuhljómsveit Austurlands hyggst bjóða upp á kvikmyndatónlistarveislu í nóvembermánuði.