Skip to main content

Finna stuðning Austfirðinga við Úkraínubúa

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. mar 2022 11:23Uppfært 03. mar 2022 11:28

Fjöldi fólks mætti síðasta sunnudag á mótmæli við kirkjuna á Reyðarfirði gegn innrás Rússa í Úkraínu. Skipuleggjandi mótmælanna segist finna mikinn stuðning við úkraínsku þjóðina frá Austfirðingum.


„Ég er mjög þakklát fyrir hvað margir komu. Fólkið fyllti torgið framan við kirkjuna. Þarna var ekki bara fólk af rússneskum eða úkraínskum uppruna heldur líka Íslendingar, sem kom mér nokkuð á óvart.

Ég fann að Austfirðingar standa á bakvið Úkraínumenn sem láta nú lífið í átökunum,“ segir Constance Pomuran.

Constance tilheyrir hópi kvenna af úkraínskum eða rússneskum uppruna á Austurlandi sem stóðu að baki mótmælunum. „Við stóðum fyrir þessum mótmælum því við teljum engan vegin rétt að drepa fólk í heimalandi þess.

Hún er sjálf fædd í Úkraínu en fluttist ung til Rússlands. Hún segir fjölda fólks á Austurlandi hafa sambærilegan bakgrunn, sem sé oft afar flókinn þegar hann er rakinn lengra. Constance segir fólk af rússnesku bergi brotið, sem bú hérlendis, jafn mikið á móti innrásinni og aðra. „Það styður ekki neitt af því sem Pútín gerir.“

Á mótmælunum voru haldnar ræður af bæði úkraínskum og íslenskum konum, spiluð úkraínsk tónlist, meðal annars þjóðsöngurinn og fólk kynntist og ræddi saman. „Þetta voru friðsamleg mótmæli en ég held að við höfum sent sterk skilaboð.“

Mynd: Aðsend