Skip to main content

Fjandsamlegar úthlutunarreglur byggðakvóta?

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. mar 2010 10:09Uppfært 08. jan 2016 19:21

Sveitastjórn Djúpavogshrepps er afar ósátt við að engum byggðakvóta var úthlutað í byggðarlagið á yfirstandandi fiskveiðiári.

 

djupivogur.jpgÍ bókun frá seinasta sveitarstjórnarfundi er úthlutun byggðakvóta lýst sem „sjónarspili,“ enda sé byggðarlaginu hafnað um byggðakvóta þrátt fyrir að dregið hafi úr skráðum aflaheimildum á svæðinu undanfarin ár.

„Ljóst er að þær forsendur, sem viðhafðar eru við útreikning á byggðakvóta eru meingallaðar og beinlínis fjandsamlegar litlum jaðar- og sjávarbyggðum eins og Djúpavogi sem á mjög mikið undir í þessari atvinnugrein.“