Fjarðabyggð höfðar mál gegn Lánasjóði sveitarfélaga

pall_bjorgvin_gudmundsson_mai12.jpg
Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur höfðað mál á hendur Lánasjóði sveitarfélaga vegna erlendra lána sem sveitarfélagið tók hjá sjóðnum. Bæjarstjórn telur rétt að gæta hagsmuna sveitarfélagsins með því að láta reyna á réttarstöðuna.

Um er að ræða lán í evrum og dollar sem tekið var árið 2006 upp á um 800 milljónir króna sem síðar hefur „stökkbreyst.“

Í bókun bæjarstjórnar segir að „mikilvægt sé að gæta hagsmuna sveitarfélagsins með því að láta reyna á réttarstöðu þess.“ Þar segir enn fremur að bæjarráð hafi undanfarin misseri verið með erlend lán sveitarfélagsins til skoðunar með tilliti til lögmætis þeirra og verið í samskiptum við lánadrottna.

„Það eru engin læti. Við höfum verið í góðum samskiptum við lánasjóðinn,“ sagði Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í samtali við Austurfrétt. „Við höfum varið vandlega yfir okkar lán og ákváðum að gæta hagsmuna sveitarfélagsins með því að láta reyna á réttarstöðuna.“

Sveitarfélagið Skagafjörður stefndi sjóðnum síðasta vor út af gengisláni. Fleiri sveitarfélög og stofnanir sveitarfélaga hafa skoðað stöðu sína gagnvart sjóðnum en ekki enn látið verða af málshöfðun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.