Fjarðabyggð, ME og VA úr leik í spurningakeppnum

fbyggd_utsvar_kb_gudmrafnk_jonsi_11022011.jpgVeturinn virðist ekki gjöfulur fyrir austfirsk spurningalið. Fljótsdalshérað datt í fyrstu umferð spurningakeppninnar Útsvars og á föstudag féll Fjarðabyggð úr leik. Menntaskólinn á Egilsstöðum og Verkmenntaskóli Austurlands eru fallnir út úr Gettu betur.

 

Fjarðabyggð tapaði á föstudagskvöld fyrir Álftanesi, 73-82 í Útsvari. Fjarðabyggð var yfir lengst af í keppninni en staðan snérist í stóru spurningunum í lokin. Fjarðabyggð átti mögleika á að stela sigrinum í seinustu spurningunni en svöruðu rangt.

Menntaskólinn á Egilsstöðum féll á fimmtudagskvöld úr leik í Gettu betur þegar liðið tapaði fyrir Menntaskólanum við Hamrahlíð. ME-ingar voru yfir 16-15 eftir hraðaspurningar en MH-ingar sigu fram úr í bjölluspurningum og unnu 19-23.

Verkmenntaskóli Austurlands féll úr leik á seinasta keppniskvöldi fyrstu umferðar þegar lið hans tapaði 8-9 fyrir Menntaskólanum í Kópavogi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.