Fjarðaheiðin einn hættulegasti vegur landsins

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar minnir á að samkvæmt úttekt Euro RAP á íslenska vegakerfinu sé vegurinn yfir Fjarðaheiði einn hættulegasti vegur landsins. Slysahætta er sögð mikil á veginum. Bæjarstjórnin vill að göng undir heiðina verði sett á samgönguáætlun strax í haust.

 

Euro RAP gefur vegum stjörnugjöf fyrir öryggi og slysahættu þar sem mest er hægt að fá eina stjörnu. Á áhættukorti fær vegurinn eina stjörnu en kortið er tekið byggt á slysasögu með tilliti til lengdar og umferðarmagns.

Vegurinn fær tvær stjörnur fyrir öryggi en bent er á að vegurinn sé mjög hár og brattir fláar á honum nær alla leið.

Í tilkynningu sem bæjarstjórnin sendi frá sér í dag segir að Seyðfirðingar hafi lengi bent á nauðsyn þess að ráðast í göng undir Fjarðarheiði. Sú barátta hafi staðið í um þrjátíu ár. Að baki henni séu bæði rök fyrir öryggi, mannlífi og atvinnulífi.

Því sé ekki annað ásættanlegt en Fjarðarheiðargöng verði sett á áætlun stjórnvalda í haust „þannig að ekki sé vafi um að í gerð þeirra verði ráðist.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.