Skip to main content

Fjarðalistinn bætir við sig fylgi en ekki manni

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. maí 2010 10:36Uppfært 08. jan 2016 19:21

Fjarðalistinn bætir við sig rúmlega 8 prósentustiga fylgi í Fjarðabyggð frá seinustu kosningum miðað við skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag . Engar breytingar verða samt á fulltrúafjölda.

 

Mynd: Vísir.isFjarðalistinn mælist með 42,1% fylgi en fékk 33,8% atkvæða í kosningunum 2006 og fær líkt og þá fjóra fulltrúa. Hann bætir við sig 8,3 prósentustigum.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 36.4% fylgi en fékk 32,6% í kosningunum og bætir við sig 3,8 prósentustigum. Hann fær þrjá menn kjörna eins og hann hefur.

Framsóknarflokkurinn tapar fylgi, fer úr 25% í 21,5% en heldur báðum bæjarfulltrúum sínum og tapar 3,5% prósentustigum.

Biðlistinn, sem bauð fram 2006, er ekki með að þessu sinni en fékk þá 5,9%.

Konur eru líklegri til að kjósa Fjarðalistann eða 47% en tæp 37% karla. Karlar eru líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn en munurinn er ekki jafn mikill.

Hringt var í 600 manns í gærkvöldi og tóku 55% afstöðu. Valið var með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri.