Næsta lítill kynbundinn launamunur hjá Fjarðabyggð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. feb 2022 13:53 • Uppfært 08. feb 2022 13:53
Samkvæmt árlegri jafnlaunagreiningu sveitarfélagsins Fjarðabyggðar mælist nú óútskýrður kynbundinn launamunur starfsmanna þess aðeins 0,1 prósent.
Fjarðabyggð hefur um tíma haft það markmið að enginn óútskýrður launamunur sé milli kynjanna og komi upp dæmi um slíkt er farið um leið í saumana á hvers vegna og hvað valdi. Náðist að uppfylla kröfur í sérstökum jafnlaunastaðli, ÍST 85:2012, strax árið 2020 og fékk Fjarðabyggð í kjölfarið jafnlaunamerkið.
Af því tilefni gerir sveitarfélagið úttekt á hverju ári og niðurstaðan nú er að aðeins sé 0,1% launamunur milli kynjanna. Það stórt stökk frá sömu könnun 2021 þegar úttektin sýndi fram á að launamunurinn milli karla og kvenna næmi 0,55%.