Skip to main content

Fjarðabyggð leggur 108 milljónir króna til íbúðaverkefna til ársins 2025

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. des 2023 16:19Uppfært 01. des 2023 16:47

Fjarðabyggð, í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, hefur samþykkt stofnframlög til tveggja íbúðaverkefna til viðbótar á Reyðarfirði og í Neskaupstað. Alls verða því framlög sveitarfélagsins um 108 milljónir frá yfirstandandi ári til ársins 2025 að mestu í samvinnu við húsnæðisfélagið Brák.

Bæjarráð staðfesti framlögin fyrir skömmu og með þeim tekur Fjarðabyggð alls þátt í alls fimm íbúðaverkefnum til ársins 2025 að mestu í samvinnu við leigufélagið Brák. Þar um að ræða 21 íbúð en alls níu þeirra hafa þegar verið teknar í notkun á yfirstandandi ári.

Þær íbúðir sem teknar hafa verið í notkun á árinu eru raðhúsaröð að Búðarmel 6a til 6e á Reyðarfirði og fjórar íbúðir við Hafnarbraut 38 í Neskaupstað. Parhús með tveimur íbúðum við Litlagerði á Reyðarfirði auk annars tveggja íbúða parhúss að Ystadal í Neskaupstað verða teknar í notkun á komandi ári. Þrjár íbúðir í parhúsi við Búðarmel 7a - 7c verða svo afhentar í síðasta lagi árið 2025.