Fjarðabyggð leggur 108 milljónir króna til íbúðaverkefna til ársins 2025
Fjarðabyggð, í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, hefur samþykkt stofnframlög til tveggja íbúðaverkefna til viðbótar á Reyðarfirði og í Neskaupstað. Alls verða því framlög sveitarfélagsins um 108 milljónir frá yfirstandandi ári til ársins 2025 að mestu í samvinnu við húsnæðisfélagið Brák.
Bæjarráð staðfesti framlögin fyrir skömmu og með þeim tekur Fjarðabyggð alls þátt í alls fimm íbúðaverkefnum til ársins 2025 að mestu í samvinnu við leigufélagið Brák. Þar um að ræða 21 íbúð en alls níu þeirra hafa þegar verið teknar í notkun á yfirstandandi ári.
Þær íbúðir sem teknar hafa verið í notkun á árinu eru raðhúsaröð að Búðarmel 6a til 6e á Reyðarfirði og fjórar íbúðir við Hafnarbraut 38 í Neskaupstað. Parhús með tveimur íbúðum við Litlagerði á Reyðarfirði auk annars tveggja íbúða parhúss að Ystadal í Neskaupstað verða teknar í notkun á komandi ári. Þrjár íbúðir í parhúsi við Búðarmel 7a - 7c verða svo afhentar í síðasta lagi árið 2025.