Fjölskylduráð Múlaþings styrkir fjóra aðila um milljón alls

Sleggjukast, ævintýraferðir, rótarskot og reiðkennsla. Allt þetta á það sameiginlegt að aðilar þarna að baki hafa fengið vilyrði fyrir styrkjum úr íþrótta- og tómstundasjóð fjölskylduráðs Múlaþings.

Ár hvert auglýsir fjölskylduráð Múlaþings eftir umsóknum í sjóðinn en úthlutað er úr honum tvísvar sinnum. Honum ætlað að styðja við einstaklinga, hópa, samtök eða fyrirtæki vegna íþrótta- eða tómstundatengdra verkefna. Auglýstir voru seinni styrkir ársins í síðasta mánuði og nú hefur fjölskylduráð ákveðið að fjórir mismunandi aðilar njóti góðs úr sjóðnum.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs fær 300 þúsund krónur fyrir svokallaðar Ævintýraferðir fjölskyldunnar sem eru auðveldar gönguferðir ætlaðar háum sem lágum í hverri fjölskyldu. Náttúruskólinn, félagasamtök sem hafa það markmið að fræða ungmenni um töfra náttúrunar, fær einnig 300 þúsund krónur í verkefni sem kallast um rætur og rótarskot. Hestamannafélagið Freyfaxi fær sömu upphæð til að standa fyrir reiðkennslu fyrir börn og unglinga. Þá fær Sverrir Rafn Reynisson, 100 þúsund króna styrk í æfinga- og keppnisferðir í sleggjukasti en dóttir hans, Birna Jóna Sverrisdóttir, hefur náð framúrskarandi árangri í greininni.

Náttúruskólinn er smám saman að vekja mikla athygli víða en hann gengur út á að kynna töfra náttúrunnar fyrir ungmennum. Mynd Náttúruskólinn

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.