Fjórar strenglagnir framundan hjá Rarik
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. maí 2025 09:55 • Uppfært 15. maí 2025 09:58
Rarik ohf. hefur að undanförnu auglýst fjögur útboð í lagnir jarðstrengja á Austurlandi. Framkvæmdir eru að fara í gang.
Eitt þessara fjögurra útboða er enn í gangi en það er í Berufirði. Þar stendur til að leggja strengi við Karlsstaði og Urðarteig ásamt spennistöðvum. Verkinu á að vera lokið í lok ágúst.
Á Reyðarfirði stendur til að leggja tvo strengi, mögulega ásamt ljósleiðararörum og götuljósastreng frá þéttbýlinu út að væntanlegu rofahúsi Rarik ofan við Mjóeyrarhöfn. Það verk á einnig að klárast fyrir lok ágúst.
Í þriðja lagi voru boðnar út strenglagnir í Eiðaþinghá og Skriðdal. Í Eiðaþinghá stendur til að leggja um það bil þriggja kílómetra streng með tveimur jarðspennistöðvum en í Skriðdal 4,5 km streng ásamt þremur jarðspennistöðvum. Því verki á að vera lokið 20. júlí.
Að lokum er á austursvæði Rarik boðin út strenglögn í Lóni. Það er langumfangsmestaverkið, að leggja 21 km langan streng frá Almannaskarði að Stafafelli og 12 annan 12 km langan. Eins þarf að gera heimtaugar heim að bæjum á leiðinni. Þetta verk er að fara af stað og á að vera lokið í lok júlí.