Fjörutíu milljóna endurbætur á Hólmahálsinum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 23. júl 2010 15:49 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Endurbætur á veginum yfir Hólmaháls kosta fjörutíu milljónir króna.
Vegagerðin telur að verktakinn eigi að að bera kostnaðinn en um það
hefur ekki verið samið.
Samkvæmt útboði átti að vera búið að klæða vegin fyrir 1. september í fyrra. Seinast var lagt á veginn í október en Pétur segir að klæðning sem lögð sé í september, eða síðar, þoli illa kulda og rigningu. Það reyndist rétt.
Pétur segir að á móti þurfi að líta til þess að með endurbótunum fáist betri vegur því fræsing og ný klæðning styrki veginn. Það seinki þörf á viðhaldi.
"Það á eftir að semja um þetta við verktakann og verður það gert en í verkinu er að finna verkábyrgð svo sem venja er og heldur Vegagerðin henni þar til þessu máli er lokið," sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Agl.is.
Pétur segir að á móti þurfi að líta til þess að með endurbótunum fáist betri vegur því fræsing og ný klæðning styrki veginn. Það seinki þörf á viðhaldi.
"Það á eftir að semja um þetta við verktakann og verður það gert en í verkinu er að finna verkábyrgð svo sem venja er og heldur Vegagerðin henni þar til þessu máli er lokið," sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Agl.is.