Fjörutíu milljóna endurbætur á Hólmahálsinum

vegagerdinlogo.pngEndurbætur á veginum yfir Hólmaháls kosta fjörutíu milljónir króna. Vegagerðin telur að verktakinn eigi að að bera kostnaðinn en um það hefur ekki verið samið.

 

Samkvæmt útboði átti að vera búið að klæða vegin fyrir 1. september í fyrra. Seinast var lagt á veginn í október en Pétur segir að klæðning sem lögð sé í september, eða síðar, þoli illa kulda og rigningu. Það reyndist rétt.

Pétur segir að á móti þurfi að líta til þess að með endurbótunum fáist betri vegur því fræsing og ný klæðning styrki veginn. Það seinki þörf á viðhaldi.

"Það á eftir að semja um þetta við verktakann og verður það gert en í verkinu er að finna verkábyrgð svo sem venja er og heldur Vegagerðin henni þar til þessu máli er lokið," sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Agl.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.