Fjóshornið opnar á Egilsstaðabýlinu
Bændurnir á Egilsstöðum á Völlum Vigdís Sveinbjörnsdótir og Gunnar Jónsson hafa opnað veitingastaðinn Fjóshornið, þar verða til sölu framleiðsluvörur Egilsstaðabýlisins.Fjóshornið er í nýbyggðu húsi skammt frá nýja fjósinu á Egilsstöðum. Úr veitingasalnum er gott útsýni yfir Ásinn, en áður fyrr kölluðu Héraðsbúar þorpið á Egillstöðum gjarnan Ásinn.
Í fjóshorninu verða til sölu framleiðsluvörur af Egilsstaðabýlinu, svo sem mjólkurvörur og nautakjöt. Mjölkurvörurnar sem til sölu verða eru framleiddar í litlum vinnslusal inn af veitingastaðnum úr mjólk af búinu, mjólkin er gerilsneidd á staðnum áður en hún fer í framleiðsluferlið.
Fyrstu mjólkurvörurnar sem á bostólum eru, Jógurt með nokkrum bragðtegundum, Egilsstaðaskyr og Egilsstaðafeti sem er ostur. Ýmsar veitingar eru á boðstólum svo sem kaffi með heimabökuðu bakkelsi og skyrtertum sem framleiddar eru úr hráefni frá búinu, einnig er hægt að fá hádegisverð í hádeginu, þar er á bostólum meðal annars gúllassúpa með nautakjöti af býlinu ásamt bollum og gúllasi ennig af býlinu. Fjóshornið er opið frá klukkan 11:30 til 23:00