Fjóshornið opnar á Egilsstaðabýlinu

Bændurnir á Egilsstöðum á Völlum Vigdís Sveinbjörnsdótir og Gunnar Jónsson hafa opnað veitingastaðinn Fjóshornið, þar verða til sölu framleiðsluvörur Egilsstaðabýlisins.

fjoshornid_egilsst.jpgFjóshornið er í nýbyggðu húsi skammt frá nýja fjósinu á Egilsstöðum. Úr veitingasalnum er gott útsýni yfir Ásinn, en áður fyrr kölluðu Héraðsbúar þorpið á Egillstöðum gjarnan Ásinn.

Í fjóshorninu verða til sölu framleiðsluvörur af Egilsstaðabýlinu, svo sem mjólkurvörur og nautakjöt.  Mjölkurvörurnar sem til sölu verða eru framleiddar í litlum vinnslusal inn af veitingastaðnum úr mjólk af búinu, mjólkin er gerilsneidd á staðnum áður en hún fer í framleiðsluferlið.

Fyrstu mjólkurvörurnar sem á bostólum eru, Jógurt með nokkrum bragðtegundum, Egilsstaðaskyr og Egilsstaðafeti sem er ostur.  Ýmsar veitingar eru á boðstólum svo sem kaffi með heimabökuðu bakkelsi og skyrtertum sem framleiddar eru úr hráefni frá búinu, einnig er hægt að fá hádegisverð í hádeginu, þar er á bostólum meðal annars gúllassúpa með nautakjöti af býlinu ásamt bollum og gúllasi ennig af býlinu.  Fjóshornið er opið frá klukkan 11:30 til 23:00 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.