Skip to main content

Félagsmálanefnd hefur áhyggjur af starfslokum starfsmanns

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. mar 2011 22:26Uppfært 08. jan 2016 19:22

baejarskrifstofur_egilsstodum_3.jpgFélagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs hefur áhyggjur af starfslokum Óðins Gunnars Óðinssonar hjá sveitarfélaginu um næstu mánaðarmót. Hann hefur stýrt stefnumótunarvinnu á vegum nefndarinnar. Skorað er á sveitarfélagið að framlengja ráðningu hans.

 

Þetta kemur fram í bókun frá seinasta fundi nefndarinnar en liðnum var bætt sérstaklega á dagskrá. Skömmu fyrir jól var ákveðið að vinna sameiginlega að stefnumótun nýrrar félagsþjónustu í samstarf við Félagsþjónustu Fjarðabyggðar.

Í bókuninni segir að „í ljósi þeirra verkefna sem eru óunnin vegna stefnumótunarinnar og yfirfærslu á málefnum fatlaðra, lýsir Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðra starfsloka Óðins Gunnars Óðinssonar, frá næstu mánaðarmótum, en hann hefur verkstýrt áðurnefndri vinnu.

Nefndin beinir þeim tilmælum til sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga félagsþjónustunnar, að þau sjái til þess, að ráðningasamningur við Óðinn Gunnar, verði framlengdur í að minnsta kosti tvo mánuði. Með tilkomu yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks til sveitarfélagsins hefur vinnuálag á starfsfólk félagsþjónustunnar aukist verulega.“