Flóðahætta á Austurlandi

brimrun4_wb.jpgAlmannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna flóðahættu á Austurlandi. Í gærkvöldi byrjaði að rigna og hvessa verulega. Veðurspár gera ráð fyrir að svo verði áfram fram eftir degi. Færð er víða erfið af þessum sökum.

 

Í tilkynningu segir að lögreglan, almannavarnir og vísindamenn fylgist náið með framvindu mála. Spáð er rigningu, hvassviðri og hlýindum á nær öllu landinu en mestri rigningu eystra.

„Óvissustig felur í sér að samráð viðbragðsaðila er aukið og vísindamenn fylgjast náið með framgangi veðurspár og aðstæðum á svæðum þar sem óvissustigi hefur verið lýst. Frekari upplýsingar um veðurspá er að finna á vefsíðu Veðurstofu Íslands, www.vedur.is og upplýsingar um færð á vegum er að finna á vefsíðu Vegagerðinnar, www.vegagerdin.is. Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um veður og færð áður en lagt er af stað.“

Veginum yfir Oddsskarð var lokað í gærkvöldi og illfært yfir Fagradal, Fjarðarheiði og Vatnsskarð. Á síðastnefnda staðnum mældist vindurinn um 30 m/s en á flestum öðrum stöðum eystra um 20 m/s.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.