Skip to main content

Fljótsdalshérað auglýsir eftir bæjarstjóra

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. jún 2010 12:29Uppfært 08. jan 2016 19:21

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað auglýsir í Morgunblaðinu í dag, stöðu Bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 24. júní næstkomandi.

egilsstadir.jpgSveitarfélagið leitar eftir dugmiklum einstaklingi til að takast á við krefjandi verkefni.  Helstu verkefni verðandi bæjarstjóra verða samkvæmt auglýsingunni, yfirumsjón með rekstri sveitarfélagsins, yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins, stefnumótun og áætlanagerð, náið samstarf við bæjarstjórn undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs, ábyrgð á framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og samskipti við stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa.

Hæfniskröfur sem tíundaðar eru í auglýsingunni eru, hæfni í mannlegum samskiptum, reynsla af stjórnun og rekstri, háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur en ekki skylirði, þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur og reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi er æskileg.