Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð aðvöruð af Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. sep 2010 19:55 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Stærstu sveitar
félög Austurlands, Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð, eru á meðal rúmlega tuttugu sveitarfélaga sem fengið hafa aðvörun frá nefndinni vegna mikilla skulda. Hún vill að sveitarfélögin skýri hvernig þau ætli að snúa stöðunni við.
Nefndin hefur skrifað sveitarfélögum þar sem heildarskuldir eru meiri en 150% af heildartekjum sveitarsjóðs. Skuldir Fjarðabyggðar eru 300% af heildartekjum og Fljótsdalshéraðs 239%.
Aðvörunin er send vegna mikillar skuldsetningar og/eða slæmrar rekstraafkomu. Sveitarfélögin skulda tvöfalt meira en þau öfluðu á seinasta ári.
Nefndin fer fram á upplýsingar um hvernig brugðist verði við fjárhagsvandanum og endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir næstu þrjú ár.
Áætlað er að skuldir sveitarfélaganna tveggja séu samanlagt um 18 milljarðar króna.
Aðvörunin er send vegna mikillar skuldsetningar og/eða slæmrar rekstraafkomu. Sveitarfélögin skulda tvöfalt meira en þau öfluðu á seinasta ári.
Nefndin fer fram á upplýsingar um hvernig brugðist verði við fjárhagsvandanum og endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir næstu þrjú ár.
Áætlað er að skuldir sveitarfélaganna tveggja séu samanlagt um 18 milljarðar króna.