Fljótsdalshérað: Selja eignir til að bæta stöðu bæjarsjóðs
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. okt 2010 14:24 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað áætlar að selja fasteignir fyrir um 40
milljónir króna á næsta ári. Þetta er gert til að bæta stöðu bæjarsjóðs.
Tekjusamdráttur leikur sveitarfélagið grátt.
Þetta kemur fram í svarbréfi sveitarfélagsins til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að eignir verði seldar fyrir um 40 milljónir króna þótt bókfært verð þeirra í dag nemi 20 milljónum. Þetta á að lækka skuldir sveitarfélagsins.
Í bréfinu segir að veltufé frá rekstri verði ásættanlegt strax í ár, yfir því sem nemi afborgunum langtímalána þótt sett markmið fyrir A-hluta, sem er í raun bæjarsjóður án fyrirtækja, náist ekki fyrr en árið 2012. Gert er ráð fyrir að greiða af langtímaskuldum við lánastofnanr samkvæmt samningum. Í árslok eiga þær að vera 229% af heildartekjum en verði komnar niður í 168% 2014.
Vakin er athygli á að árstekjur sveitarfélagsins hafi á undanförnum þremur árum dregist saman um 580 milljónir miðað við verðlag dagsins í dag. Þessu er mætt með hagræðingu, breyttu stjórnskipulagi og stjórnsýslu og mögulegri samþættingu skólastiga. Raunlaunakostnaður sveitarfélagsins var lækkaður um 160 milljónir á milli áranna 2009-10 og almennur rekstrarkostnaður um 65 milljónir á sama tíma.
Í bréfinu segir að veltufé frá rekstri verði ásættanlegt strax í ár, yfir því sem nemi afborgunum langtímalána þótt sett markmið fyrir A-hluta, sem er í raun bæjarsjóður án fyrirtækja, náist ekki fyrr en árið 2012. Gert er ráð fyrir að greiða af langtímaskuldum við lánastofnanr samkvæmt samningum. Í árslok eiga þær að vera 229% af heildartekjum en verði komnar niður í 168% 2014.
Vakin er athygli á að árstekjur sveitarfélagsins hafi á undanförnum þremur árum dregist saman um 580 milljónir miðað við verðlag dagsins í dag. Þessu er mætt með hagræðingu, breyttu stjórnskipulagi og stjórnsýslu og mögulegri samþættingu skólastiga. Raunlaunakostnaður sveitarfélagsins var lækkaður um 160 milljónir á milli áranna 2009-10 og almennur rekstrarkostnaður um 65 milljónir á sama tíma.