Orkumálinn 2024

Fljótsdalshreppur stöðvar útboðsferil vegna byggingar Laugarfellsskála

Hreppsnefnd Fljotsdalshrepps ákvað á fundi sínum 15. apríl síðastliðinn að stöðva útboðsferli vegna byggingar Laugafellsskála og bjóða verkið út aftur í almennu útboði.

fljotsdalur_nordurdalur.jpgSamþykkt var á fundi hreppsnefndar Fljótsdalshrepps 3. mars síðastliðinn að viðhafa lokað útboð vegna byggingar Laugafellsskála. 

Í fundargerð hreppsnefndar frá fundinum segir ,,Kynnt erindi sem barst í tölvupósti 2. mars frá verktaka sem áhuga hefur á að að taka að sér byggingu Laugarfellsskála".  Síðan segir ennfremur ,,Sveitarstjórn samþykkir að leita tilboða hjá þeim 3 aðilum (hópum) sem þegar hafa lýst skriflegum áhuga sínum á byggja skálann. Meðal þeirra atriða sem litið verði til þegar verktaki verður valinn eru möguleikar heimamanna á vinnu við bygginguna".

Á fundi í hreppsnefndinni 25. mars er samþykkt að fara með bygginguna í lokað útboð, í fundargerð segir ,,Verkteikningar og útboðsgögn fyrir gistiskála við Laugarfell eru tilbúin og verða send völdum verktökum. Skilafrestur tilboða er 15. apríl kl. 14.00".

Það er síðan á fundi hreppsnefndar 15. apríl daginn sem opna átti tilboðin sem borist höfðu í verkið að samþykkt var að fella niður útboðsferilinn og bjóða verkið út aftur í almennu útboði.

Í fundargerð frá hreppsnefndarfundinum 15. apríl segir ,,Borist hefur athugasemd frá byggingarverktaka vegna lokaðs útboðs. Sveitarstjórn hefur í samráði við lögmann ákveðið að fella útboðsferilinn niður og verður þeim tilboðsgögnum sem borist hafa, skilað óopnuðum til bjóðenda og kostnaðaráætlun verkkaupa ekki birt. Ráðgert er að bjóða verkið út að nýju hið fyrsta".  Síðan er gert hlé á fundinum og ennfremur bókað.  ,,Hlé var gert á fundi sveitarstjórnar kl. 14 og verktökum sem mættir voru með tilboð í byggingu skálans gerð grein fyrir niðurstöðu sveitarstjórnar um að stöðva útboðsferil og bjóða verkið út aftur í almennu útboði".

Hægt er að sjá fundargerðir hreppsnefndar Fljótsdalshrepps á heimasíðu sveitarfélagsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.