Fljótsdalshreppur tekjuhæsta sveitarfélag landsins
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. feb 2011 23:29 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Fljótsdalshreppur er tekjuhæsta sveitarfélag landsins miðað við
íbúafjölda. Fjarðabyggð trónir á toppnum þegar litið er til stærri
sveitarfélaga landins.
Þetta kemur fram í úttekt Fréttablaðsins í dag. Meðaltekjur á íbúa í Fljótsdalshreppi, þar sem búa 89 manns, eru 1.424.511 krónur.
Fréttablaðið skiptir sveitarfélögum landsins í tvo flokka, með fleiri en 650 íbúa og færri en 650 íbúa. Fjarðabyggð er tekjuhæsta sveitarfélag landsins miðað við fjölmennari sveitarfélögin. Þar eru skráðir 4.637 íbúar og meðaltekjur á hvern þeirra 537.150 krónur. Garðabær og Sandgerði koma þar skammt á eftir.
Seyðisfjarðarkaupstaður er níundi á listanum. Þar eru meðaltekjurnar 466.809 á hvern þeirra 706 sem þar búa.
Í Fljótsdalshreppi munar miklu um fasteignagjöld Kárahnjúkavirkjunar en sveitarfélagið hýsir stöðvarhúsið. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðbyggðar, bendir á álverið, sterk sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri fyrirtæki. Útsvarstekjur á mann séu einnig góðar. Jón Björn Hákonarson, forseti æbjarstjórnar, segir góðar tekjur hjálpa til við þungan rekstur.
Fréttablaðið skiptir sveitarfélögum landsins í tvo flokka, með fleiri en 650 íbúa og færri en 650 íbúa. Fjarðabyggð er tekjuhæsta sveitarfélag landsins miðað við fjölmennari sveitarfélögin. Þar eru skráðir 4.637 íbúar og meðaltekjur á hvern þeirra 537.150 krónur. Garðabær og Sandgerði koma þar skammt á eftir.
Seyðisfjarðarkaupstaður er níundi á listanum. Þar eru meðaltekjurnar 466.809 á hvern þeirra 706 sem þar búa.
Í Fljótsdalshreppi munar miklu um fasteignagjöld Kárahnjúkavirkjunar en sveitarfélagið hýsir stöðvarhúsið. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðbyggðar, bendir á álverið, sterk sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri fyrirtæki. Útsvarstekjur á mann séu einnig góðar. Jón Björn Hákonarson, forseti æbjarstjórnar, segir góðar tekjur hjálpa til við þungan rekstur.