Skip to main content

Flugvélar Landhelgisgæslunnar í krefjandi verkefni austur af landinu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. maí 2025 09:09Uppfært 19. maí 2025 09:11

Þrjár flugvélar Landhelgisgæslunnar tóku þátt í umfangsmiklum flutningi á veikum farþega skemmtiferðaskips austur af landinu á föstudag.


Samkvæmt frétt Landhelgisgæslunnar óskaði skipstjóri skemmtiferðaskipsins eftir aðstoð þegar skipið var statt um 260 sjómílur austnorðaustur af Langanesi.

Samkvæmt vinnureglum gæslunnar eru tvær þyrlur kallaðar út þegar fara þarf meira en 20 sjómílur frá landi. Önnur sér um útkallið en hin er höfð til taks.

Að þessu sinni var líka kölluð út eftirlitsflugvélin TF-SIF sem flaug á undan þyrlunni til að kanna hentugustu flugleiðina og sjá um samskipti við stjórnstöð. Mikil þoka var yfir austanverðu hafsvæðinu og sá flugvélin því um að finna hentugan stað til að hífa sjúklinginn úr skipinu, sem samkvæmt fréttinni skipti sköpum.

Um kvöldmatarleytið var búið að hífa sjúklinginn um borð í þyrlna. Skemmtiferðaskipið var þá um 150 sjómílur frá landi. Þaðan var flogið í Egilsstaði og sjúklingurinn síðan færður um borð í TF-SIF sem flaug með hann áfram til Reykjavíkur.