Flutningabíll þverar Þjóðveginn í Fáskrúðsfirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. feb 2022 10:53 • Uppfært 24. feb 2022 10:57
Flutningabifreið þverar nú Þjóðveg 1 utarlega í Fáskrúðsfirði eftir óhapp fyrr í morgun en töluverð hálka er á svæðinu.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni lokar bifreiðin veginum ekki að fullu svo minni bílar eiga að komast hjá en búið er að senda aðstoð á vettvang.
Gerir Vegagerðin ráð fyrir að það gangi snöggt fyrir sig að rétta flutningabílinn þegar hjálpin berst en það getur tekið þetta hálfa til eina klukkustund eða svo til viðbótar.
Myndin tengist greininni ekki beint