Fluttur með sjúkraflugi eftir fjórhjólaslys
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. sep 2023 17:49 • Uppfært 01. sep 2023 17:51
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til vegna manns sem slasaðist í fjórhjólaslysi við Sænautavatn á Jökuldalsheiði í morgun. Hann var síðar fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.
Tilkynning barst rétt fyrir klukkan tíu í morgun um að maður við smalamennsku við vatnið hefði lent í óhappi á fjórhjóli. Maðurinn kenndi sér meins á höfði og í baki.
Vegna aðstæðna og staðsetningar atviksins var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út á hæsta forgangi. Þyrlan var komin á staðinn laust fyrir klukkan 12 og lenti með manninn á Egilsstöðum klukkan 12:18.
Þaðan var maðurinn fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir um líðan hans.
Þetta var þriðja verkefni þyrlu gæslunnar á Austurlandi á innan við sólarhring. Í gærdag aðstoðaði hún Veðurstofuna við vinnu á Norðfirði og í gærkvöldi kom hún að björgun manns í sjálfheldu í Fáskrúðsfirði.
Við Sænautavatn.