Skip to main content

Fólksfjölgun til skamms tíma á Austurlandi en svo hallar undan fæti

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. mar 2022 12:12Uppfært 18. mar 2022 13:24

Lítilsháttar fólksfjölgun er líkleg næstu þrjú til fjögur árin á velflestum svæðum landsins samkvæmt nýútkominni mannfjöldaspá Byggðastofnunar en svo verður hæg og stöðug fækkun næstu áratugi víðast hvar nema suðvestanlands.

Stofnunin hefur birt sínu þriðju mannfjöldaspá fram í tímann en sú nær alla leið til ársins 2070. Óvissulíkur í slíkum spám eru eðli máls samkvæmt töluverðar og ber að taka með fyrirvara. Notast er við gögn frá Hagstofu Íslands og byggir á því að „fram haldi sem horfi“ eins og það er orðað.

Niðurstöðurnar fyrir Austurland eru jákvæðar í öllum fjórðungnum allra næstu árin en þann tíma mælist nokkur fjölgun fólks eins og sjá má á meðfylgjandi grafi þar sem lituðu línurnar er meðaltalsspáin en brotalínur eru vikmörk.

Eftir það fer að fjara undan ef marka má spálíkön Byggðastofnunar en hægt og sígandi fækkar fólki á Austurlandi alla næstu áratugi. Fólksfjöldi á Austurlandi árið 2070 fer niður í átta þúsund manns ef spáin gengur eftir.