Formlegar meirihlutaviðræður í Fjarðabyggð hefjast síðar í vikunni

Óformlegar meirihlutaviðræður hafa staðið yfir alla helgina milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks annars vegar og Sjálfstæðisflokks og Fjarðalistans hins vegar. Þær viðræður standa enn yfir en miklar líkur á að formlegar viðræður hefjist síðar í vikunni.

Það staðfestir Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í sveitarfélaginu, við Austurfrétt en einhverja sólarhringa þarf til að ná saman um veigamikil áhersluatriði. Þar með taldar ýmsar þær breytingar á rekstri sveitarfélagsins sem sjálfstæðismenn hafa lengi talið nauðsynlegar til að koma rekstri sveitarfélagsins á rétt ról eins og það er orðað. Hann vill ekki upplýsa um á þessu stigi um hvor flokkurinn sem rætt er við eru líklegri samstarfsaðilar á þessu stigi. Báðir aðilar hafi sýnt bæði sveigjanleika og samstarfsvilja og engum dyrum sé lokað.

„Við eigum enn í óformlegum viðræðum við báða flokka og höfum verið að því yfir helgina. Það eitt og annað sem enn þarf að útkljá og ná samkomulagi um en ég bjartsýnn á að þar náist saman fljótlega. Sjálfur býst ég fastlega við að hægt verði að tilkynna um formlegar meirihlutaviðræður síðar í þessari viku. Þetta ferli er viðkvæmt því það er öllum aðilum ljóst að það aðeins með góðri samvinnu og ekki síst trausti sem hægt verður að vinna sem best að hagsmunum allra íbúa hér og það er okkar markmið.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.