Forsetaefnið: Arnar Þór Jónsson

Á morgun verður nýr forseti Íslands kosinn. Í aðdraganda kosninganna sendi Austurfrétt/Austurglugginn öllum frambjóðendum fimm spurningar.

Af hverju eiga Austfirðingar að kjósa þig?
Ég vil standa vörð um land og þjóð, frelsi okkar og sjálfstæði, verja íslenska tungu og menningu, en fyrst og fremst tryggja að auðlindir landsins nýtist þeim sem hér búa. Þetta mun ég gera með því að veita Alþingi og stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald og hafa vökult auga með þeim reglum sem streyma hingað til lands, þannig að vinsa megi burt reglur sem þjóna ekki hagsmunum Íslands.

Hvað er það sem sameinar þjóðina að þínu mati?
Við eigum sameiginlegt tungumál, menningu, sögu, lagahefð, grunngildi og rætur í íslenska jörð.

Af hverju á fólk að treysta þér?
Í lífi mínu og starfi hef ég lagt mig fram um að fylgja samvisku minni og sannfæringu. Ég ber hag Íslands fyrir brjósti og mun aldrei svíkja land mitt eða þjóð.

Hver er þinn uppáhaldsstaður á Austurlandi og af hverju?
Ég á marga uppáhaldsstaði fyrir austan. Amma mín, Theodóra Bjarnadóttir (1924-2011) var frá Bakkafirði. Faðir minn, Jón Guðmundsson, er frá Norðfirði og þangað hafa leiðirnar oft legið í gegnum tíðina. Berufjörðurinn finnst mér sérlega fallegur. Breiðdalsvík finnst mér líka mjög fallegur staður. Náttúran, fjöllin og friðsældin eiga sér ekki hliðstæðu og fólkið er gott.

Hver er þín uppáhaldsminning frá Austurlandi?
Þegar við hjónin vorum svo heppin að lenda í hitabylgju í Neskaupstað 1998.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.