Skip to main content

Forseti Íslands tekur fyrstu skóflustunguna að Hamborg

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. ágú 2025 15:37Uppfært 11. ágú 2025 10:29

Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, kemur austur í Fljótsdal á þriðjudag. Aðaltilgangur heimsóknarinnar er að taka fyrstu skóflustunguna að væntanlegum þéttbýliskjarna í landi Hamborgar.


Jarðvegsframkvæmdir hófust á svæðinu í júlí en Höllu var boðið að taka fyrstu skóflustunguna að fyrsta húsinu sem rísa á í Hamborg. Hún þáði það boð.

Athöfnin við Hamborg hefst klukkan 13:30 á þriðjudag og er almenningi boðið að sækja hana. Þar verður meðal annars sagt frá verkefninu. Dagskráin verður flutt inn í Végarð ef veður þykir óhentugt til útiveru.

Halla mun koma við á fleiri stöðum í Fljótsdal, meðal annars við Hengifoss, á Skriðuklaustri, Óbyggðasetrinu, Fljótsdalsgrund og hjá Skógarafurðum.